top of page

Erla Axels, myndlistakona

„Ég mála með olíu á striga og jafnframt vinn ég með blandaðri tækni sem ég hef þróað í ein sextán ár. Endalaus vinna og tilraunir færa mér oft eitthvað óvænt. Stutt ganga í byrjun dags getur t.d. hreyft við huganum og fært mér lausn á viðfangsefni mínu. Ég læt síðan „vaða“ í verkið, ímyndunaraflið ræður för og myndin öðlast eigið líf. Ég byrja oftast á því að raða niður litum eða táknum á strigann og nota ýmis tæki og tól, s.s. pensla, rúllur, sköfur og spaða. Auk þess nota ég blandaða tækni þar sem ég vinn með tjöru, pappír, olíuliti og gull. Ég nýt þess að fara langt út fyrir þægindarammann. Stundum næ ég hæstu hæðum, en fyllist djúpu vonleysi þess á milli. Þá legg ég verkið gjarnan frá mér, hvíli hugann, leyfi verkinu að vaxa og held svo ótrauð áfram. Ég fylgi sannfæringu minni og hugsa jákvætt, enda tefja vafahugsanir bara fyrir mér.

 

Dvalir mínar í París veita mér innblástur. Þar virðist allt leyfilegt á meðan hjartað ræður för. Hátt uppi á heiði nýti ég svo innblásturinn, auk kraftanna úr nærumhverfinu. Í fjarlægð sé ég ofursmá hús í birtu borgarmarka og þegar ég lít mér nær sé ég mosann, grágrýtið og breytileg jarðlög í klettunum. Sprungurnar mynda óskráða sögu sem leitar á hugann og vekur upp minningar frá bernsku. Munstrið og verurnar í steinhellunum öðlast líf og frumgjörð úr bernsku umvefur myndefnið. Ég var látin sitja fyrir sem barn þegar pabbi vann að styttunum sínum. Ég var óþekk við það, vildi ekki vera kyrr. Áratugum síðar birtast nú í verkum mínum, leynt og ljóst, þessar líka prúðu og stilltu verur. Mér verður stundum á að hugsa hvort eitthvað ógert sé að koma til mín. Er mín endalausa sköpunarþörf kannski samvinnuverkefni við liðna tíð? Það er gott að trúa því.“

“I paint with oil on canvas while also employing the mixed technique that I have developed for the past sixteen years. Endless work and experimentation often yield surprising results. A short walk to start the day, for instance, can often stir the mind and bring forth solutions to the task at hand. I then take on my subject, give free rein to my imagination and let the painting gain a life of its own. I usually begin by ordering colours or symbols on canvas using various tools, such as pencils, rollers, scrapers and spatulas, as well as a mixed technique where I use tar, paper, oil colours and gold. I love going far beyond my comfort zone. Sometimes I reach great heights but am filled with deep despair in between, in which case I set my work aside, rest my mind and allow the piece to grow before continuing. I follow my conviction and think positively; doubts only hinder me.
 

My stays in Paris inspire me. There, everything seems possible while the heart is one’s guide. I use this inspiration, as well as the power of my surroundings, while far up on the moor. I see the tiny houses of the city far off in the distance and, close to me, the moss, dolerite and variable rock layers. The fissures form a haunting, unwritten history that evokes childhood memories. The patterns and figures come to life, and elementary childhood themes envelop the visuals. As a child, I was a model for my father’s sculptures. I was unruly and refused to be still. Now, decades later, mannerly and polite figures are ever present in my works. I sometimes wonder whether something unfinished is haunting me, whether my constant creativity is perhaps a collaboration with the past. It is good to believe that.”

bottom of page